Nú þarf ég að fara að taka ákvörðun með komandi vetur, það er ákveðið að ég ætla að drekkja mér í skólabókum, vera félagslega einangruð, safna handakrikahárum og vera blönk. Woohooo !! Þvílík gleði
Ég flakka þó um hvert skal halda, Háskóli Reykjavíkur eða Keilir ?
Ef ég fer í HR þýðir það að ég þarf að stokka lífi mínu gersamlega, flytja í borgina, leigja mér á 120.000 en borga skólagjöld uppá 80.000 á önn. Námið hjá HR fyrstu önnina er Enska, Íslenska, Danska, Þýska, stærðfræði 1 & 2, Eðlisfræði og Efnafræði.
Ef ég fer í Keilir, þá fæ ég að njóta þess að búa í Bítlabænum í mínu "Crib" borga lítið af henni en skólagjöldinn eru skyhigh 200.000 á önn. Námið hjá Keilir fyrstu önnina er Enska, Íslenska, stærðfræði 1 & 2, Upplýsingatækni og Líffræði.
Mig langar einn daginn Til Reykjavíkur og hinn til að vera bara hér heima. Nú ef Kiddi minn fengi að velja þá værum við löööööngu farin í bæinn ! Þetta er að vera svolítið SOS ástand í hausnum á mér En engu að síður eru skemmtilegar breytingar framundan og mig hlakkar svo til. ( er það annars mér )
Later bloggheimur
Flokkur: Bloggar | 27.4.2010 | 23:46 (breytt 28.4.2010 kl. 00:23) | Facebook
Athugasemdir
hahahaha handakrikahár, þú veist við búum ekki í Þýskalandi en svakalega er ég ánægð með okkur og held að það sé mig, knúshhh á þig og já vá hvað ég sakna morguntjatts
Eyrún (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.